14.7.12

Fyrsta afmælisveislan

Ég er búin að hlakka til í margar vikur að halda upp á fyrsta afmæli litla guttans míns (allt í lagi, ég skal viðurkenna að ég keypti servíetturnar og blöðrurnar fyrir nokkrum mánuðum....). Fyrst ætluðum við bara að hafa það hérna heima en þegar veðrið leikur við mann dag eftir dag fær maður fyndndar flugur í höfuðið eins og að halda úti afmæli - og það gerðum við!

Fyrir valinu varð yndislegur leikvöllur sem að kúrir við Grafarvoginn, þar eru grill og leiktæki fyrir krakkana (og hægt að lauma bílnum upp á göngustíginn til þess að þurfa ekki að bera allt dótið langar leiðir).

En nóg af masi og að gleðinni sjálfri:


 Ég skreytti með þessum litríku fánaveifum...


 ...sem að í lok veislunnar nýttust í limbó!


 Svona leit veislusvæðið út. Fyrir aftan ljósmyndarann er leikvöllurinn og á efri flötinni fórum við í Kubb. Hérna erum við að opna pakkana.
Við eigum nokkra útilegustóla en engin garðhúsgögn. Foreldrar mínir vour svo almennilegir að koma með sín og úr varð skemmtilegur og litríkur samtíningur sem að passar fullkomlega fyrir úti afmæli.

Ekki má gleyma matnum!


Pabbinn sá um að grilla þetta gotterí sem bragðaðist dásamlega (engar pylsur í þessu barnaafmæli!)

Litríkir diskar, glös og bananamöffins. Yngstu gestirnir fengu möffins með nafninu sínu og fannst það ekkert leiðinlegt


Svo er það afmæliskakan sjálf, en 1 árs afmælisguttinn mátti borða eins mikið af henni og hann vildi (á myndinn er hann einmitt að næla sér í eitt vínber!)


Þessi snilldarhugmynd kemur héðan

Þessi kaka er svo sæt og sniðug að ég bara verð  að sýna ykkur fleiri myndir af henni



Rúsínan í pylsuendanum (þrátt fyrir pylsuleysið!) var svo óvænt afmælisveisla fyrir 11 ára frænku mína en hún á afmæli seinna í mánuðinum og allir í fjölskyldunni verða út um hvippinn og hvappinn þá. Það var sungið " hún á afmæli bráðum", hún fékk nokkra pakka og svo  bakaði amma hennar þessa frábæru hestaköku fyrir hana:


Ég er ekki frá því að úti afmæli verði oft fyrir valinu í framtíðinni fyrir litla júlíguttann okkar ;-)












7 comments:

  1. ég á einmitt einn júlígutta, fæddar 11. og hef alltaf haldið útiafmæli nema í ár, þá var hálfgerð rigning en þau borðuðu inni og fóru svo á leikvöllinn á eftir.

    bara snilld að halda úti afmæli :)

    flott kakan btw

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk, þeir deila nefnilega með sér þessum flotta afmælisdegi strákarnir okkar :-)

      Delete
  2. Anonymous14/7/12 22:45

    Frábær afmæliskaka! Hestakakan líka og girnilegar veitingar! Frábært að geta haldið útiafmæli! Yngstu mín eru júlí og ágúst börn. Það er alltaf úti-ratleikur í þeirra afmælum með verðlaunum sem er svakalega vinsæll hjá yngstu gestunum. Útiafmæli bjóða upp á svo margt skemmtilegt! :) Takk fyrir tipsið um bakkann í Ilvu, ég ætla að kaupa svoleiðis!:

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk :-)Í gær las ég allar færslurnar á blogginu þínu og var hreinlega glorhungruð á eftir, þvílíkar kræsingar og myndirnar alveg svakalega flottar, nammi namm!

      Delete
  3. Til hamingju með litla guttan þinn, flott að setja fánaveifurnar í tréin, og glæsilegar kökur.
    þakka þér fyrir kommentin á blogginn minn, en gaman að þú kíkir við :)
    bestu kveðjur frá Sif í Stokkhólmi

    ReplyDelete
  4. Snilld að halda svona útiveislu :) og afmæliskakan er frábær :) til hamingju með soninn :) Kv Guðný Björg

    ReplyDelete