31.7.12

Svala-bloggpartý

Stína Sæm er með eitt af mínum uppáhalds bloggum og ég ákvað að taka þátt í þessu bloggpartýi hjá henni. Ég á reyndar hvorki garð né pall en ég á svalir!


Svona líta svalirnar mínar úr hversdags:


En eftir að hafa fengið smá ást og umhyggju litu þær svona út:


Aðeins vistlegri, ekki satt? Litli maðurinn svaf og því gat ég sett smá leikhorn á svalirnar, þ.e.a.s. leikhorn og puntudót samtímis!


Við eigum engin almennileg garðhúsgögn en notum í staðinn þetta ofur netta felliborð og setjumst í samanbrjótanlega tjaldstóla (sem eru of ljótir fyrir þetta blogg, en þokkaleg þægilegir og gasalega praktískir þar sem þeir taka lítið pláss í geymslunni).


Ég er sem sagt í þykjustinni sitjandi úti á svölum, sötrandi sódavatn, narta í safaríkar nektarínur og les hið frábæra tímarit í boði náttúrunnar- sumar.




Gvendarbrunnar 2012 í fallega nýja glasinu mínu, sötrað með fallegu röri!

Ég geymdi góssið mitt úti og myndaði aftur þegar farið var að rökkva.


Kerti, teppi og notalegheit


Kertaljós gera alltaf allt svo notalegt og hlýtt

Talandi um kerti þá gerði ég þessa sætu kertastjaka um daginn:


Barnamatskrukkur, límlakk og blúnda.....


....er falleg blanda. Hvort sem er í birtu eða rökkri.

Takk fyrir innlitið!









11 comments:

  1. Kosy hja ther...Mig langar ad sja bakkann betur...gerdiru hann sjalf?
    Rosa smart

    ReplyDelete
    Replies
    1. takk, takk :-) hérna http://bullukolla-bullukolla.blogspot.com/2012/07/dossu-innblasinn-bakki.html má sjá bakkann aðeins betur!

      Delete
  2. Vá hvað þetta er krúttlegt hjá þér, bakkinn flottur og fatið á fætinum sætt, kvöld stemmingin er líka æði :D

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir að mæta í partýið okkar ;)
    Æðisega krúttlegar og sætar hjá þér svalirnar.
    Var einmitt svo að vona að við fengum nú að sjá svona svalastemmningu, elska svona frábærar hugmyndir til að gera pínulítið pláss alveg ofursætt og notalegt.

    kv Stína

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir :-) Og takk fyrir að halda svona skemmtilegt bloggpartý!

      Delete
  4. Fallegar svalirnar þínar :-)
    Hvar fékkstu svona sniðugt borð?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk :-) Þetta er keypt í IKEA, sennilega fyrir 5 árum. Hérna er svipað á útsölu í ILVU http://www.ilva.is/?module=shop&prodId=940002205&catId=26&subCatId=129. Mér finnst voða þægilegt hvað þetta tekur lítið pláss í geymslunni á veturna :-)

      Delete
  5. Svo huggulegt þarna hjá þér! Það þarf sko ekki alltaf stórt pláss til að gera kósý, þessar myndir sanna það :)

    ReplyDelete
  6. Frábærar myndir og notaleg stemming. Má ég koma í heimsókn?

    ReplyDelete
  7. Anonymous9/8/12 19:18

    Flott og narí. Er hægt að ráða þig til að gera báðar mínar svalir svona rosalega kósý?

    ReplyDelete