12.5.13

Mæðradagskort





Til hamingju með daginn allar mömmur!
Í tilefni dagsins skellti ég í kort fyrir tvær framúrskarandi frábærar mömmur, mömmu mína og systur mína.
 Í kortinu fyrir mömmu tókst mér að blanda saman tvennu af því sem er í uppáhaldi þessa stundina; fríu prentefni (e. free printables) og nýju mynsturgöturunum mínum!

 
Af því að það er mæðradagurinn fékk þetta kort að vera bleikt með blómum OG fiðrildum!
 
 
Systir mín fékk svo þetta kort
 
 
Ég valdi þessa mynd af því að mér fannst hún eiga best við mæðginin af þessum þremur frábæru fríu myndum af moodkids:


 
Krúttsprengjan sonur hennar tíndi svo fífla fyrir mömmu sína og gaf með kortinu. Þegar ég spurði hann hvað ég ætti að skrifa fallegt í kortið sagði hann "Ég held að mér þyki mjög vænt um þig" (hann er að uppgötvar ýmsar skemmtilegar sagnir þessa dagana "Ég er að spá í að fara á klósettið"!!!)
 
Svo spurði ég hann hvernig hann vildi skrifa undir kortið og stakk upp á "þinn vinur, Sveinn" eða "þinn sonur, Sveinn" en hann vildi skrifa "sonurinn Sveinn" sem að minnti mig nú bara á Hrútinn Hrein! :-)
 
Ég vona að þið hafið átt notalega mæðradag hvort sem þið fenguð blómvönd og morgunmat í rúmið eða kannski bara knús og að sofa aðeins lengur í morgun.
 
 
 

2 comments:

  1. Haha... Sonurinn Sveinn er sniðugur kall! Flott kort...

    ReplyDelete
  2. Yndisleg kort hjá þér og mikið er þetta flott undirskrift "sonurinn Sveinn" ;)

    ReplyDelete